Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2023 22:18 Telma Ívarsdóttir átti frábæran leik í kvöld og hélt markinu skínandi hreinu. Vísir/Diego Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. „Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“ Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Mér fannst við vera frekar taugaóstyrkar í byrjun leiksins og vissum ekki alveg hvernig við áttum að leysa úr pressunni þeirra. Þær fengu færi á köflum og náðu einhverjum stungusendingum í gegn. Við kláruðum okkar færi og ég er mjög ánægð með að við höfum náð að klára það sem við fengum. Svo í seinni hálfleik þá vildum við ekkert sérlega halda í boltann og vildum bara halda þessu. Vorum smá stressaðar. Við náðum að halda þessu og fengum ekki mark á okkur. Mér fannst ganga betur að loka á þær í seinni hálfleik frekar en í fyrri hálfleik. Við gáfum einhverjar ódýrar aukaspyrnur. Annars bara mjög ánægð með sigurinn og að halda hreinu.“ Á úrslitunum að dæma mætti halda að þetta hafi verið fullkomin frammistaða. Var Telma á því að þetta hafi verið fullkomin frammistaða? „Nei, segi það kannski ekki. Það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta.“ Telma átti mjög góðan leik og varði allt sem kom að marki. Var hún einhvern tíma í vafa varðandi þau verkefni sem hún þurfti að taka á? „Mér leið bara vel. Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld. Ég varði mjög vel á köflum og það skipti alveg máli í leik eins og þessum. Mér líður vel að spila á þessum velli þannig að það gekk vel í kvöld.“ Blikar hafa undanfarin tvö ár lagt Þrótt á leið sinni í úrslitin. Liðin mættust í úrslitum 2021 en Blikar töpuðu í úrslitum á síðustu leiktíð. Það er væntanlega stefnt að sigri í ár þar sem Valur er úr leik og Breiðablik hefur þegar lagt Þrótt? „Við setjum alltaf stefnuna á að vinna bikarinn. Það er allt eða ekkert í bikarnum og við ætlum okkur alla leið.“ Telma fékk væna byltu þegar hún ætlaði að kýla boltann út úr teignum og þurfti aðhlynningu en hún sagðist vera farin að finna fyrir smá verkjum þegar adrenalínið var að renna úr henni. Það væri samt ekki leikur fyrr en á miðvikudaginn þannig að þetta verður líklega orðið gott þá. Að lokum var markvörðurinn frækni spurð hvað svona sigrar gera fyrir sjálfstraust liðsins. „Mér finnst liðið vera á mjög góðum stað núna en að sjálfsögðu gerir þetta gott fyrir sjálfstraustið. Að vinna í bikarnum, ná að halda hreinu og klára færin okkar. Það bætir alltaf sjálfstraustið.“
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. 15. júní 2023 21:50
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann