Þetta er lögreglumál Rakel Hinriksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:10 „Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun