Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Árni Sæberg og Kristján Már Unnarsson skrifa 14. júní 2023 20:08 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá, sem verður virkjuð með Hvammsvirkjun. Stöð 2/Sigurjón Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent