Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 10:35 Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Landsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar.
Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55