Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun