Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 09:00 Nikola Jokic smellir kossi á dóttur sína eftir að Denver Nuggets varð NBA-meistari. getty/Justin Edmonds Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum. NBA Serbía Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum.
NBA Serbía Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira