Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 09:00 Nikola Jokic smellir kossi á dóttur sína eftir að Denver Nuggets varð NBA-meistari. getty/Justin Edmonds Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum. NBA Serbía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum.
NBA Serbía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira