Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 09:00 Nikola Jokic smellir kossi á dóttur sína eftir að Denver Nuggets varð NBA-meistari. getty/Justin Edmonds Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum. NBA Serbía Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Denver varð NBA-meistari aðfaranótt þriðjudags eftir sigur á Miami Heat, 94-89, á heimavelli. Denver vann einvígið, 4-1. Jokic skoraði 28 stig og tók sextán fráköst í fimmta leiknum og var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins. Þar var hann með 30,2 stig, 14,0 fráköst og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014. Þá kunnu fáir deili á honum en í dag er hann án mikils vafa besti körfuboltamaður heims. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA (MVP) 2021 og 2022 en fór loks alla leið með Denver-liðinu í vetur. Aldrei hefur leikmaður sem var valinn jafn seint í nýliðavalinu verið valinn bestur í úrslitaeinvígi. Jokic er fyrstur í sögu NBA til að skora flest stig, taka flest fráköst og gefa flestar stoðsendingar allra í sömu úrslitakeppninni.getty/Justin Edmonds Jokic er sjötti leikmaðurinn sem er fæddur utan Bandaríkjanna sem er valinn bestur í úrslitaeinvígi og sá fyrsti frá Austur-Evrópu. Og skiljanlega eru Serbar stoltir af sínum manni. „Það hefur verið mjög spennandi og sérstakt að horfa á Nikola í hverjum einasta leik,“ sagði Nebojsa Knezevic, serbneskur þjálfari karlaliðs ÍA í körfubolta. „Síðast þegar ég fékk þessa tilfinningu var þegar Sacramento Kings mætti Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar 2002. Þá léku Peja Stojakovic og Vlade Divac með Kings. Því miður unnu þeir ekki. En ég held að enginn hafi sofið í gærnótt og öll Serbía er mjög stolt.“ Hógvær fjölskyldumaður Jokic lætur verkin tala og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir allri athyglinni sem hann fær. Eftir að Denver tryggði sér titilinn sagðist hann varla nenna að fara í meistaraskrúðgönguna sem fylgir venjulega titli sem þeim sem Nuggets vann. „Hann býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Hann er svo hógvær, fjölskyldumaður sem gerir alla í kringum sig betri,“ sagði Nebojsa um hvað gerir Jokic að jafn frábærum körfuboltamanni og hann er. „Nikola er mjög frægur í Serbíu, sérstaklega núna og mér finnst allir vera mjög ánægðir fyrir hans hönd og stoltir af honum. Allir vonast til að hann leiði Serbíu til gullverðlauna á HM í ár.“ Frábært að vera Serbi þessa dagana Nebojsa segir að Jokic sé eflaust færsælasti íþróttamaður Serba í sögulegu samhengi, fyrir utan auðvitað Novak Djokovic, sigursælasta tenniskappa sögunnar. Eftir sigur Novaks Djokovic á Opna franska meistaramótinu hefur enginn tenniskappi unnið fleiri risamót í sögunni en hann, eða 23.getty/Quality Sport Images „Serbía átti marga frábæra íþróttamenn í gamla daga og sumir þeirra unnu ótrúleg afrek. En Djokovic og Jokic eru á öðrum stað og mjög ráðandi í sinni íþrótt. Það er frábært að vera Serbi þessa dagana,“ sagði stoltur Nebojsa að lokum.
NBA Serbía Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum