Vantreysta ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun