Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júní 2023 06:42 Þúsundir kjarnaodda eru reiðubúnir til notkunar. Getty Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Stofnunin segir 12.512 kjarnaodda til í heiminum, þar af 9.576 sem eru hluti af vopnabirgðum ríkja og reiðubúnir til notkunar. Um er að ræða fjölgun um 86 frá því fyrir ári. Sipri segir 60 af þessum 86 tilheyra Kína. Þá eru Rússar sagðir hafa fjölgað um tólf, Pakistan um fimm, Norður-Kórea um fimm og Indland um fjóra. Aðeins tvö ár eru liðin frá því að ríkin fimm sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna; Bandaríkin, Rússland, Kína, Bretland og Frakkland, ályktuðu að „kjarnorkustríð getur ekki unnist og má aldrei verða háð“. Bandaríkjamenn og Rússland eiga um 90 prósent allra kjarnavopna í heiminum, Rússar 4.489 og Bandaríkin 3.708. Sipri áætlar að um 3.844 kjarnaoddar séu „virkir“, það er að segja til reiðu til notkunar í flugvélum eða kafbátum. Af þessum 3.844 eru um það bil 2.000 sagðir þegar á flugskeytum eða „á lager“ á herstöðvum sem hýsa sprengjuflugvélar. Sipri segir að dregið hafi úr gagnsæi hvað varðar kjarnorkuvopnabirgðir heimsins en Kína hafi til að mynda aldrei gefið upp hvað þeir eigi mörg kjarnavopn. Hins vegar sé vitað að þeir hafi verið að styrkja hernaðarlega innviði og bæta við sig kjarnorkusprengjum. „Það verður sífellt erfiðara að sætta það við yfirlýst markmið Kína um að búa aðeins að lágmarks kjarnorkuvopnagetu til að tryggja þjóðaröryggi,“ segir Hans M Kristensen. „Við erum að fljóta inn í eitt hættulegasta tímabil mannkynssögunnar,“ segir Dan Smith, framkvæmdastjóri hjá Sipri. „Það er gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnir heims finni leiðir til að draga úr pólitískri spennu, hægja á vopnakapphlaupinu og fást við versnandi afleiðingar umhverfishamfara og aukið hungur.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Kína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira