„Eitt lið á vellinum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:15 Arnar var sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. „Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
„Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti