Icebox haldið í fjórða sinn í kvöld: „Stærra en nokkru sinni fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2023 09:30 Bubbi Morthens gekk inn með landsliðsmanninum Hafþór Magnússyni undir laginu „Fjöllin hafa vakað“ árið 2022 og uppskar mikil fagnaðarlæti. Icebox Hnefaleikamótið Icebox verður haldið í fjórða sinn þegar besta hnefaleikafólk landsins mætir í Kaplakrika í kvöld. Davíð Rúnar Bjarnason hefur staðið fyrir viðburðinum undanfarin ár og hann segir að eins og síðustu ár verði mótið stærra en nokkru sinni fyrr. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég setti saman mót núna þar sem fremsta hnefaleikafólk á Íslandi mun mætast hérna innbyrðis. Venjulega hafa erlendir klúbbar verið að koma að keppa hérna við okkur, en nú erum við bara með Ísland á móti Íslandi,“ sagði Davíð í samtali við Vísi í gær. „Það stefnir í að þetta verði stærra en nokkru sinni fyrr.“ „Orðin algjör þvæla hvað þetta er orðið stórt“ Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Davíð var hann einmitt staddur í Kaplakrika, sveittur við uppsetningu fyrir viðburðinn. Hann segir það í raun fáránlegt hvað þessi viðburður hafi stækkað frá því að hann var haldinn fyrst. „Þetta er orðin algjör þvæla hvað þetta er orðið stórt núna. Það er orðið uppselt í dýrustu og næstdýrustu sætin, en það er eitthvað smá eftir af almennum miðum. En þetta er bara að verða pakkað.“ Frá Icebox 2022.Icebox Margir áhugaverðir bardagar og „show-ið“ ekki af verri endanum Alls verða tíu bardagar í Kaplakrika í kvöld og aðspurður að því hver þeirra væri sá sem fólk ætti helst að fylgjast með átti Davíð í miklum erfiðleikum með að gera upp á milli. „Þetta eru tíu bardagar og þeir eru allir áhugaverðir. Það hljómar kannski skrýtið að ég sé að segja það, en þeir eru allir mjög áhugaverðir.“ „Ég held að það séu allir mjög spenntir að sjá aðalbardagann þar sem Elmar Gauti [Halldórsson] og Aleksandr Baranovs mætast. Þeir hafa mæst nokkrum sinnum og Elmar hefur alltaf unnið, en það hafa alltaf verið mjög svona „action-packed“ bardagar og bara frábær lokabardagi.“ „Svo er náttúrulega „Super-Heavyweight“ bardagi þar á undan. Það er +92kg flokkur. Þeir eru báðir einhver 110 kíló strákarnir þar. Bardaginn á undan því er líka mjög áhugaverður þar sem Alexander Irving er að taka stórt skref upp á við og berjast við Emin Kadri [Eminsson] sem er með fleiri bardaga en nokkur í íslenskri hnefaleikasögu. Hann ákveður að fara í hann í sínum sjötta bardaga held ég,“ sagði Davíð, en bardaga kvöldsins má sjá hér fyrir neðan. 1: Benedikt Gylfi Eiríksson HFH vs Armandas SangaviciusVBC U19-80kg 2: Marek Sobota GFR vs Sindri Þór G HFR -75kg 3: Khalid Mostaphason GFR vs Anton Smári Hrafnhildarson Æsir/Mjölnir -80kg Hlé. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19:30. 4: Kristófer A Deyemo Georgesson Æsir/Mjölnir vs Arnis Bagodan Bogatyr -86kg 5: Nóel Freyr Ragnarsson HR vs Alexander Bjarki Svavarsson GFR -67kg Exibition 6: Gabríel Waren HR vs Mikael Sævarsson VBC exibition -67kg Exibition 7: Blazej Galant GFR vs Þorsteinn Sigurðarson HFH -92kg 8: Emin Kadri Eminsson VBC vs Alexander Irving GFR -71kg 9: Magnús Kolbjörn Eiríksson VBC vs Yaroslav Bogatyr +92kg 10: Elmar Gauti Halldórsson HR vs Aleksandr Baranovs Bogatyr -80kg Elmar Gauti Halldórsson mætir Aleksandr Baranovs Bogatyr í aðalbardaga kvöldsins.Instagram/@elmarg Alvöru „show“ Það eru þó ekki bara hnefaleikar sem áhorfendur fá að sjá, heldur verður kvöldið einnig troðfullt af flottum tónlistaratriðum. „Svo er þetta náttúrulega alvöru „show.“ Það eru sjö tónlistaratriði hérna og verið að labba inn með rappara með sér og einhver svoleiðis læti. Þannig að þetta verður alveg brjáluð stemning og miklu meira en bara eitthvað box.“ Davíð gefur þó ekki upp hvaða tónlistaratriði verði í Kaplakrika í kvöld, en fólk getur örugglega lesið á milli línanna í einhverjum tilvikum. „Ég gef ekkert upp. En Lil Curly er DJ hérna og svo getur verið að það sjáist einhverjir prettibois hérna og einhverjar hnetur,“ sagði Davíð léttur. „Það verða alls konar alvöru nöfn hérna.“ „Eins og ég segi þá verða sjö atriði hérna þannig að það verður eitthvað fyrir alla. Mest verður þetta úr rappheiminum sem hefur fylgt boxinu aðeins. En þetta verða alvöru læti og ég hef sagt það hingað til og segi það aftur að þetta verður alltaf stærra og stærra og það er klárlega raunin núna. Við erum með stærra hljóðkerfi og stærra ljósakerfi en hefur verið og mikið fleiri íslenskir stuðningsaðilar því þetta eru náttúrulega bara Íslendingar að keppa. Það eru fleiri Íslendingar að fá tækifæri og mig hefur langað að gera það lengi,“ sagði Davíð að lokum. Davíð lét útbúa alvöru verðlaunagrip árið 2021.Skjáskot Þá bætti Davíð einnig við að enn séu örfáir miðar lausir í almenn sæti, en aðrir miðar eru uppseldir. Húsið opnar klukkan 17:00 og hefst fyrsti bardagi klukkustund síðar. Stöð 2 Sport verður svo með beina útsendingu frá klukkan 19:30 þar sem Dóri DNA og Kristín Sif Björgvinsdóttir munu sjá um að lýsa kvöldinu. Box Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Ég setti saman mót núna þar sem fremsta hnefaleikafólk á Íslandi mun mætast hérna innbyrðis. Venjulega hafa erlendir klúbbar verið að koma að keppa hérna við okkur, en nú erum við bara með Ísland á móti Íslandi,“ sagði Davíð í samtali við Vísi í gær. „Það stefnir í að þetta verði stærra en nokkru sinni fyrr.“ „Orðin algjör þvæla hvað þetta er orðið stórt“ Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Davíð var hann einmitt staddur í Kaplakrika, sveittur við uppsetningu fyrir viðburðinn. Hann segir það í raun fáránlegt hvað þessi viðburður hafi stækkað frá því að hann var haldinn fyrst. „Þetta er orðin algjör þvæla hvað þetta er orðið stórt núna. Það er orðið uppselt í dýrustu og næstdýrustu sætin, en það er eitthvað smá eftir af almennum miðum. En þetta er bara að verða pakkað.“ Frá Icebox 2022.Icebox Margir áhugaverðir bardagar og „show-ið“ ekki af verri endanum Alls verða tíu bardagar í Kaplakrika í kvöld og aðspurður að því hver þeirra væri sá sem fólk ætti helst að fylgjast með átti Davíð í miklum erfiðleikum með að gera upp á milli. „Þetta eru tíu bardagar og þeir eru allir áhugaverðir. Það hljómar kannski skrýtið að ég sé að segja það, en þeir eru allir mjög áhugaverðir.“ „Ég held að það séu allir mjög spenntir að sjá aðalbardagann þar sem Elmar Gauti [Halldórsson] og Aleksandr Baranovs mætast. Þeir hafa mæst nokkrum sinnum og Elmar hefur alltaf unnið, en það hafa alltaf verið mjög svona „action-packed“ bardagar og bara frábær lokabardagi.“ „Svo er náttúrulega „Super-Heavyweight“ bardagi þar á undan. Það er +92kg flokkur. Þeir eru báðir einhver 110 kíló strákarnir þar. Bardaginn á undan því er líka mjög áhugaverður þar sem Alexander Irving er að taka stórt skref upp á við og berjast við Emin Kadri [Eminsson] sem er með fleiri bardaga en nokkur í íslenskri hnefaleikasögu. Hann ákveður að fara í hann í sínum sjötta bardaga held ég,“ sagði Davíð, en bardaga kvöldsins má sjá hér fyrir neðan. 1: Benedikt Gylfi Eiríksson HFH vs Armandas SangaviciusVBC U19-80kg 2: Marek Sobota GFR vs Sindri Þór G HFR -75kg 3: Khalid Mostaphason GFR vs Anton Smári Hrafnhildarson Æsir/Mjölnir -80kg Hlé. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19:30. 4: Kristófer A Deyemo Georgesson Æsir/Mjölnir vs Arnis Bagodan Bogatyr -86kg 5: Nóel Freyr Ragnarsson HR vs Alexander Bjarki Svavarsson GFR -67kg Exibition 6: Gabríel Waren HR vs Mikael Sævarsson VBC exibition -67kg Exibition 7: Blazej Galant GFR vs Þorsteinn Sigurðarson HFH -92kg 8: Emin Kadri Eminsson VBC vs Alexander Irving GFR -71kg 9: Magnús Kolbjörn Eiríksson VBC vs Yaroslav Bogatyr +92kg 10: Elmar Gauti Halldórsson HR vs Aleksandr Baranovs Bogatyr -80kg Elmar Gauti Halldórsson mætir Aleksandr Baranovs Bogatyr í aðalbardaga kvöldsins.Instagram/@elmarg Alvöru „show“ Það eru þó ekki bara hnefaleikar sem áhorfendur fá að sjá, heldur verður kvöldið einnig troðfullt af flottum tónlistaratriðum. „Svo er þetta náttúrulega alvöru „show.“ Það eru sjö tónlistaratriði hérna og verið að labba inn með rappara með sér og einhver svoleiðis læti. Þannig að þetta verður alveg brjáluð stemning og miklu meira en bara eitthvað box.“ Davíð gefur þó ekki upp hvaða tónlistaratriði verði í Kaplakrika í kvöld, en fólk getur örugglega lesið á milli línanna í einhverjum tilvikum. „Ég gef ekkert upp. En Lil Curly er DJ hérna og svo getur verið að það sjáist einhverjir prettibois hérna og einhverjar hnetur,“ sagði Davíð léttur. „Það verða alls konar alvöru nöfn hérna.“ „Eins og ég segi þá verða sjö atriði hérna þannig að það verður eitthvað fyrir alla. Mest verður þetta úr rappheiminum sem hefur fylgt boxinu aðeins. En þetta verða alvöru læti og ég hef sagt það hingað til og segi það aftur að þetta verður alltaf stærra og stærra og það er klárlega raunin núna. Við erum með stærra hljóðkerfi og stærra ljósakerfi en hefur verið og mikið fleiri íslenskir stuðningsaðilar því þetta eru náttúrulega bara Íslendingar að keppa. Það eru fleiri Íslendingar að fá tækifæri og mig hefur langað að gera það lengi,“ sagði Davíð að lokum. Davíð lét útbúa alvöru verðlaunagrip árið 2021.Skjáskot Þá bætti Davíð einnig við að enn séu örfáir miðar lausir í almenn sæti, en aðrir miðar eru uppseldir. Húsið opnar klukkan 17:00 og hefst fyrsti bardagi klukkustund síðar. Stöð 2 Sport verður svo með beina útsendingu frá klukkan 19:30 þar sem Dóri DNA og Kristín Sif Björgvinsdóttir munu sjá um að lýsa kvöldinu.
1: Benedikt Gylfi Eiríksson HFH vs Armandas SangaviciusVBC U19-80kg 2: Marek Sobota GFR vs Sindri Þór G HFR -75kg 3: Khalid Mostaphason GFR vs Anton Smári Hrafnhildarson Æsir/Mjölnir -80kg Hlé. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19:30. 4: Kristófer A Deyemo Georgesson Æsir/Mjölnir vs Arnis Bagodan Bogatyr -86kg 5: Nóel Freyr Ragnarsson HR vs Alexander Bjarki Svavarsson GFR -67kg Exibition 6: Gabríel Waren HR vs Mikael Sævarsson VBC exibition -67kg Exibition 7: Blazej Galant GFR vs Þorsteinn Sigurðarson HFH -92kg 8: Emin Kadri Eminsson VBC vs Alexander Irving GFR -71kg 9: Magnús Kolbjörn Eiríksson VBC vs Yaroslav Bogatyr +92kg 10: Elmar Gauti Halldórsson HR vs Aleksandr Baranovs Bogatyr -80kg
Box Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira