Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:42 Loga Tómassyni var heitt í hamsi líkt og fleirum, eftir jafnteflið við Breiðablik á föstudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira