Berglind Rós gengur í raðir Vals frá spænska liðinu Sporting de Huelva þar sem hún lék 13 leiki á nýafstaðinni leiktíð og skoraði eitt mark. Þar áður lék hún með Örebro í Svíþjóð.
Leikmaðurinn fjölhæfi þekki vel til á Hlíðarenda enda uppalinn Valsari og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu árið 2012. Einnig hefur hún leikið með Aftureldingu og Fylki hér á landi. Þá á hún að baki 4 A-landsleiki.
Valur er á toppi Bestu deildar kvenna með 13 stig, einu meira en Breiðablik, að loknum 6 umferðum. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/KA á morgun, þriðjudag, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport.