„Nálægt því að verða eitt af þessum gömlu goðsagnakenndum liðum” Árni Gísli Magnússon skrifar 5. júní 2023 20:30 Arnar Gunnlaugsson hefur unnið þrjá bikarmeistaratitla sem þjálfari Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingur frá Reykjavík vann 2-1 sigur á Þór Akureyri á Þórsvellinum í dag. Víkingar skoruðu mörkin snemma í sitthvorum hálfleiknum en Þórsurum tókst að jafna í fyrri hálfleik. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir leik og fannst gaman að koma í Þorpið. „Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
„Mér fannst það bara hrikalega gaman. Þeir eru með geggjaða stuðningsmenn og frískt lið og það síðasta sem maður vildi fá eftir leikinn á föstudaginn að spila á móti svona baráttuglöðu liði. Þeir bara gáfu okkur leik, það var ekkert flóknara en það, og við vorum bara í tómu basli. Ég man ekki eftir einu færi hjá okkur fyrir utan þessi mörk þannig bara virkilega stoltur að vera kominn í undanúrslit í fjórða skiptið í röð.” Víkingur skoraði strax í upphafi beggja hálfleika sem reyndist dýrt fyrir Þórsara. Er það munurinn á Lengjudeildinni og Bestu deildinni að lið úr deild þeirra bestu refsa fyrir flest mistök? „Já ég held það sko, þeir sofnuðu aðeins á verðinum og við refsuðum en fyrir utan það, eins og ég sagði áðan, ég man ekki eftir einu færi sem við fengum í leiknum og vorum bara að ströggla í lokin við að þrauka þessu fram yfir línuna.” Þórsvöllur er með náttúrulegu grasi sem er ekki upp á sitt besta frekar en aðrir grasvellir landsins. Hvernig fannst Arnari að koma að spila á grasinu? „Þetta er bara áskorun. Við orðnir svo svakalegt gervigraslið og erum stundum eins og beljur á svelli á þessum grasvöllum en það var ekkert út á þennan völl að setja og það var ekkert því að kenna, heldur voru Þórsarar bara grimmir og sterkir og góðir. Við vorum bara í veseni.” Mikið fjaðrafok myndaðist eftir leik Breiðablik og Víkings á föstudagskvöld þar sem Blikar jöfnuðu með tveimur mörkum í uppbótartíma og Arnar fór mikinn í viðtali eftir leik vegna dómgæslunnar. Fylgdi þessi hasar liðinu áfram inn í helgina eða var strax hægt að einbeita sér að bikarleiknum í dag? „Þið fjölmiðlamenn leyfðuð okkur ekkert að gleyma þessu alveg nógu snemma eftir leikinn,” sagði Arnar og hló áður en hann hélt áfram: „Þetta er bara búið að vera gaman þannig séð og þeir sem tóku þátt í leiknum og umræðan eftir leikinn. Ég held að við höfum misst svona 30 ár í þroska og farið aðeins í verða smá smábörn, bæði eftir leik, strax eftir leik en þjóðin er búin að skemmta sér vel á okkar kostnað. Eigum við ekki bara að segja áfram gakk núna og láta þessum kafla lokið þangað til næsta viðureign gegn Blikum fer fram.” Víkingur hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð, 2019, 2020 og 2021 en keppnin var ekki kláruð 2020 vegna kórónuveirunnar. Víkingur hefur því ekki tapað bikarleik síðan í ágúst 2020 eða í tæp þrjú ár. Hvers vegna er Víkingur með svona rosalegt tak á þessari keppni? „Ef þú ert orðið svona mikið bikarlið þá segir það ýmislegt um karakter leikmanna. Við erum búnir að mæta allskonar mótherjum; bestu liðum landsins, deild fyrir neðan, tveimur deildum fyrir neðan og við erum bara búnir að taka hvern einasta leik alvarlega.” „Þannig þetta er fyrst og fremst bara karakter og hugarfar strákanna að vanmeta ekki neinn og núna erum við nálægt því að verða eitt af þessum old time legendary [í. gömlu goðsagnakenndum] liðum sem geta unnið þetta fjögur ár í röð þannig það er gulrót fyrir okkur þannig okkur líður bara vel í þessari keppni,” sagð Arnar að lokum.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti