Athugaði hvort LeBron vildi koma til Dallas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2023 18:30 Vill fá sinn gamla vin til Dallas. Vísir/Getty Kyrie Irving hefur haft samband við fyrrverandi samherja sinn LeBron James í von um að sannfæra hann um að spila með sér í Dallas á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira