Búsetufrelsi – Hver erum við? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 18:01 Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun