Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok Kristrún Frostadóttir skrifar 5. júní 2023 16:01 Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun