Virði en ekki byrði Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:31 Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun