Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Guðjón Jensson skrifar 5. júní 2023 11:30 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun