Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Guðjón Jensson skrifar 5. júní 2023 11:30 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun