Hver mun sinna þér? Sandra B. Franks skrifar 5. júní 2023 10:00 Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun