„Ein og hálf fokking mínúta“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 22:11 Arnar var allt annað en sáttur með Ívar Orra dómara. vísir/hulda margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. „Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það kemur uppbótartími en svo fer hann eina og hálfa mínútu fram yfir uppbótartímann. Hvað gerist eiginlega? Ég er búinn að standa með þessum dómurum í ansi mörg ár en núna hef ég virkilegar áhyggjur. Það er svo mikið af atriðum sem er að hjá dómurunum, svona grundvallaratriði. Ein og hálf fokking mínúta fram yfir venjulegan uppbótartíma í mikilvægasta leik tímabilsins. Svo eru þeir hissa að menn missa sig í skapinu, það eru tilfinningar í þessum leik og mikið í gangi, svo standa þeir og veifa þeir gulum og rauðum spjöldum. Maður reynir að tala við þessa gaura en þeir eru jafn heilagir og páfinn. Þeir þykjast svo ekkert vita og benda bara á hvorn annan,“ sagði foxillur Arnar Gunnlaugsson í viðtali eftir leik. „Við vorum með alla stjórn á leiknum. Þeir [Breiðablik] gutluðu með boltann og voru flottir í því en fengu ekkert einasta færi. Þetta var hinn fullkomnir leikur þangað til að Ívar Orri [dómari leiksins] var ömurlegur, ömurlegur. Hreinasta skömm. Horfa þeir einhvern tíma á leik í enska boltanum? Þeir eru að dæma einhver smábrot hingað og þangað, út og suður. Djöfull er ég pirraður á þessum gaurum,“ bætti Arnar við. Í leikslok virtist allt sjóða upp úr og menn virtust hreinlega ætla að ganga í skrokk á hvorum öðrum og það þurfti að skerast í leikinn til að róa leikmenn beggja liða niður. „Það er hiti í leiknum og hiti sem skapast af því að ákvörðunartakan er svo fáránleg inn á vellinum,“ svaraði Arnar, aðspurður út í hvað skeði á hliðarlínunni eftir lokaflautið. „Annað liðið er svikið, þetta er ekkert flóknara en það, á meðan hitt liðið gafst ekki upp og græðir á því með að jafna leikinn en þeir jafna leikinn þegar leikurinn var fokking löngu búinn. Hitinn er ekki út af einhverju hatri, hitinn er út af aðstæðum sem dómararnir skapa á meðan leiknum stendur með einhverjum bjánalegum ákvörðunum hægri vinstri og út og suður. Fokkings þvæla,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að endingu. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ein og hálf fokking mínúta
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti