„Þetta verður önnur íþrótt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 13:00 Óskar Hrafn segir von á skemmtun á Kópavogsvelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik kvöldsins við Víking á Kópavogsvelli. Blikar geta minnkað forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er einn af þeim stærri. Það hafa verið hörkurimmur á milli þessara liða undanfarin ár, mikill hiti og ástríða. Það er kannski óþarfi að segja að þetta sé stærsti leikur sumarsins þar sem Valsmenn hafa verið að spila mjög vel líka. En stór er hann og mikilvægur,“ segir Óskar Hrafn um leik kvöldsins. Hann segir Blika þá þurfa að mæta af fullum krafti í verkefnið. „Við nálgumst leikinn bara eins og við nálgumst alla leiki. Við munum sækja og við ætlum að sjá til þess orkustigið okkar sé hærra en þeirra. Þessir leikir sem við höfum spilað undanfarin ár hafa verið hörkuleikir og þeir hafa ráðist á því hvaða lið er yfir í baráttunni, hleypur meira, er með hærra orkustig og hvaða lið nær frumkvæðinu. Við þurfum að sjá til þess að það verði okkar í kvöld,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Keflavík í síðasta leik sínum. Sá leikur fór fram við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, á þungum grasvelli í Reykjanesbæ. Allt annað verði upp á teningunum í kvöld. „Þetta verður önnur íþrótt bara. Sá leikur er búinn og við mætum núna á gervigras og bara toppaðstæður. Það er allt til alls til að þetta verðir frábær leikur og frábær skemmtun,“ segir Óskar Hrafn. „Ég er ekki Arnar Grétarsson“ Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni en tapaði í síðustu umferð, 3-2 fyrir Val. Aðspurður hvort Blikar hafi getað lært eitthvað af Völsurum í þeim leik segir Óskar: „Við erum ekki Valur, við erum ekki með sömu leikmenn og Valur og ég er ekki Arnar Grétarsson. Þannig að við verðum að passa það að halda í okkar einkenni og trúir okkar sjálfsmynd. Vissulega er það þannig að Víkingsliðið er með marga styrkleika en þeir eru líka með veikleika,“ „Þetta er bara sama gamla sagan. Þeir eru mjög öflugt lið en við þurfum að reyna að gera styrkleika þeirra hlutlausa og nýta okkur svo veikleikana þeirra. Við þurfum að ná þeim út úr þægindarammanum og það eru nokkrar leiðir til þess,“ segir Óskar. Þurfi aga, dug og hug Aðspurður hvort hann eigi einhverja ása uppi í erminni fyrir kvöldið segir Óskar Blikaliðið þurfa að vera sannt sínu. „Það eru alltaf einhverjar áherslubreytingar hvort sem um er að ræða Víking, Val, Fram, Fylki eða FH. En í grunninn þurfa menn að vera trúir kjarnanum í því sem þeir eru að gera daginn út og daginn inn. Ég get alveg lofað því að við munum pressa þá hátt á vellinum og reyna að taka þá út úr þeirra takti. Auðvitað er það þannig að þú stendur ekki hátt á Víkingana í 90 mínútur. Þetta mun skiptast á, það munu verða áhlaup. En við þurfum bara að gera vel það sem við erum góðir í, vera agaðir, duglegir og hugrakkir,“ segir Óskar Hrafn. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti