Afkomuviðvörun!!!! Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. júní 2023 07:30 Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þegar rúmlega 200 milljónir í plús breyttust í tæpar 2000 milljónir í mínus. Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á rúma tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld fyrirfram og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá íbúum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt fyrirfram krefjast framkvæmda á móti, þær framkvæmdir koma til sögunnar á þessu ári og því næsta. Þá munum við þurfa fjármagn, hvaðan það mun koma veit ég ekki. Þrjár leiðir eru færar, hækkun skatta, lántaka eða eignasala. Ef þér, kæri lesandi, finnst þetta ekki vera nógu slæmt þá vil ég benda á þá sturluðu staðreynd en, samkvæmt ársreikningi, þurfti bærinn að greiða með rekstrinum rúma 4 milljarða króna. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé raunin. Innst inni vona ég að gerð hafi verið mistök og að þau verði leiðrétt. En handbært fé frá rekstri Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári voru 4 milljarðar í mínus. Með öðrum orðum þurfti að borga 4 milljarða með rekstrinum á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri segir okkur hvað reksturinn skilar miklum peningum til að greiða niður skuldir og til að fjárfesta. Til samanburðar þurfti Reykjavíkurborg að greiða 3 milljarða með sínum rekstri en Borgin er fjórum sinnum stærri en Hafnarfjörður. Ef Reykjavík hefði notast við sömu aðferðafræði og Hafnarfjörður, hefði niðurstaðan þar skánað um tæpa tvo milljarða. Þannig að ef fólk hefur verið að hneykslast á rekstri Reykjavíkurborgar, sem vissulega er mikið áhyggjuefni, þá þarf að hafa miklar áhyggjur af rekstri Hafnarfjarðar. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstrarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun