Betri stjórnendur með betri samskiptum Guðni Hannes Estherarson skrifar 1. júní 2023 10:31 Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar