Skipa Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 20:27 Ræðismannsskrifstofa Rússa í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Yfirvöld í Þýskalandi hafa gert Rússum að loka fjórum af fimm ræðismannsskrifstofum þeirra þar í landi. Það er í kjölfar þess að ráðamenn í Rússlandi settu takmark á fjölda starfsmanna sendiráðs og ræðismannsskrifstofa Þjóðverja í Rússlandi. Þjóðverjar mega ekki vera með fleiri en 350 opinbera starfsmenn í Rússlandi. Það á við fólk sem vinnur á menningarstofnunum, skólum og sendiráðum og ræðismannsskrifstofum, samkvæmt frétt DW. Nokkur hundruð manna þurfa að flytja frá Rússlandi. Miðillinn hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Þýskalands að Þjóðverjar hafi svarað fyrir sig og skipunin um lokun ræðismannsskrifstofanna sé til samræmis við takmarkanir á Þjóðverja í Rússlandi. Eftir breytingarnar í lok þessa árs munu Rússar eingöngu vera með sendiráðið í Berlín og eina ræðismannsskrifstofu í Þýskalandi. Sjá einnig: Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Talsmaðurinn sagði miður að taka þyrfti þessa ákvörðun en bætti við að stríðsrekstur Rússa hefði í för með sér að enginn grunnur væri fyrir eins umfangsmiklum samskiptum ríkjanna á milli og þau voru fyrir. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Í frétt Süddeutsche Zeitung segir að Þjóðverjar séu að loka skrifstofum sínum í Kaliningrad, Yekateriburg og Novosiberisk. Sendiráðið í Moskvu og ræðismannsskrifstofan í Pétursborg sömuleiðis. Samband Rússlands og Þýskalands hefur á undanförnum árum verið nokkuð náið. Það hefur beðið verulega hnekki í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hvað mesta hernaðaraðstoð. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þjóðverjar mega ekki vera með fleiri en 350 opinbera starfsmenn í Rússlandi. Það á við fólk sem vinnur á menningarstofnunum, skólum og sendiráðum og ræðismannsskrifstofum, samkvæmt frétt DW. Nokkur hundruð manna þurfa að flytja frá Rússlandi. Miðillinn hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Þýskalands að Þjóðverjar hafi svarað fyrir sig og skipunin um lokun ræðismannsskrifstofanna sé til samræmis við takmarkanir á Þjóðverja í Rússlandi. Eftir breytingarnar í lok þessa árs munu Rússar eingöngu vera með sendiráðið í Berlín og eina ræðismannsskrifstofu í Þýskalandi. Sjá einnig: Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Talsmaðurinn sagði miður að taka þyrfti þessa ákvörðun en bætti við að stríðsrekstur Rússa hefði í för með sér að enginn grunnur væri fyrir eins umfangsmiklum samskiptum ríkjanna á milli og þau voru fyrir. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri Í frétt Süddeutsche Zeitung segir að Þjóðverjar séu að loka skrifstofum sínum í Kaliningrad, Yekateriburg og Novosiberisk. Sendiráðið í Moskvu og ræðismannsskrifstofan í Pétursborg sömuleiðis. Samband Rússlands og Þýskalands hefur á undanförnum árum verið nokkuð náið. Það hefur beðið verulega hnekki í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hvað mesta hernaðaraðstoð.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira