Holmes var dæmd sek um að féfletta fjárfesta í Theranos í janúar í fyrra. Hún hefur gengið laus gegn tryggingu síðan. Bæði umdæmisdómari í máli hennar og áfrýjunardómstóll höfnuðu kröfu hennar um að hún fengi að ganga laus á meðan áfrýjun hennar á dómnum er til meðferðar.
Ramesh „Sunny“ Balwani, meðstjórnandi Holmes hjá Theranos og fyrrverandi elskhugi hennar, hóf afplánun á enn lengri fangelsisdómi í síðasta mánuði.
Holmes og Theranos héldu því fram án innistæðu að fyrirtækið byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að skima fyrir hundruðum sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Henni var hampað sem einstökum frumkvöðli og fjöldi þekktra fjárfesta lögðu traust sitt á fyrirtækið.
Eftir að Holmes var ákærð fyrir fjársvik og blekkingar eignaðist hún tvö börn með manni sem hún kynntist þegar lögreglurannsókn stóð yfir á falli Theranos. Yngra barn þeirra var getið eftir að Holmes var sakfelld í fyrra. Stúlkan heitir Invicta sem þýðir „ósigruð“.