Veðrið lék leikmenn beggja liða grátt í kvöld en aðstæður buðu ekki upp á glimrandi knattspyrnu. Það gekk illa að finna opnanir en undir lok leiks virtist sem Færeyingurinn fljúgandi, Klæmint Olsen, ætlaði að brjóta ísinn.
Boltinn barst þá til hans fyrir opnu marki en á einhvern ótrúlegan hátt setti framherjinn boltann fram hjá. Mynd segir meira en 1000 orð og myndband segir alla söguna. Færið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá voru Blikar mjög ósáttir með dómara leiksins sem flautaði leik kvöldsins af þegar Gísli Eyjólfsson virtist vera að sleppa í gegn í blálokin.