Greiningarprófi að þakka að Fentanýl fannst í kristölum sem sagðir voru hreinir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2023 21:23 Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson stofnuðu Varlega í janúar. einar árnason Fentanýl fannst nýlega í MDMA kristölum sem voru í umferð hér á landi og sagðir hreinir. Þetta kom í ljós þegar notandi gerði greiningu á efninu og hætti af þeim sökum við að nota það. Stofnendur fyrirtækis sem flytur inn greiningarpróf vonast til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði. Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrirtækið Varlega sér um innflutning og sölu á prófum sem gerir notendum vímuefna kleift að athuga hvort efni eru hrein eða menguð með öðrum skaðlegum efnum. Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar stofnendur fyrirtækisins unnu saman í Gistiskýlinu á Granda og sáu þörfina á slíkum prófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Alls konar próf eru í boði en vinsælastir eru strimlar sem greina hvort fentanýl sé í vímuefni - sem er gríðar sterkur ópíóði. „Bara míkrógrömm til eða frá af skammti af fentanýl getur ráðið úrslitum um hvort þú hljótir alvarlegan skaða af eða jafnvel látir lífið,“segir Kristinn Ingvarsson, stofnandi Varlega. Fentanýl sé eitthvað sem þeir segja enga vilja taka óafvitandi. Prófin séu öryggisskref sem hafi vantað á Íslandi. Nýlega keypti notandi vímuefna fentanýlpróf af fyrirtækinu og í ljós kom að efnið var mengað. „Það voru sem sagt MDMA kristallar sem áttu að vera hreint MDMA en var mengað af fentanýl sem er bara mjög alvarlegt mál að sé raunveruleikinn á Íslandi.“ Hætti viðkomandi þá við að taka þetta efni? „Já og skilaði því.“ Strákarnir muldu fyrir okkur eina töflu af Íbúfen og var örlitlu magni blandað við vatn í þeim tilgangi að skima fyrir Fentanýl í töflunni. Fentanýl strimlinum var síðan dýft ofan í vatnið og eftir tvær mínútur er niðurstaðan ljós. „Þarna eru komnar tvær línur, þannig það er ekkert Fentanýl í þessari Íbúfen-pillu.“ Notendur þurfi sjálfir að sjá um eftirlit Þeir segja að víða í löndunum í kringum okkur séu ríkisreknar rannsóknarstofur sem efnagreina ólögleg vímuefni keypt á svörtum markaði. „Fyrst að við erum ekki með rannsóknarstofu á Íslandi sem sér um þetta þá er þetta svona skásta lausnin, að bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Þá vonast þeir til að stjórnvöld hafi áhuga á samstarfi til að tryggja betur öryggi notenda. „Einn daginn mun það kannski gerast að fullu að ríkið taki þátt og þetta verði viðurkennt,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Varlega. Prófin má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins. Í næstu viku fara fram svokallaðir neyðartónleikar í Eldborg í Hörpu sem er ætlað að vekja athygli á alvarlegri stöðu ópíóðaneyslu á Íslandi. „Við verðum þar með bás að kynna og selja okkar vöru,“ segja þeir og lofa stuði.
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira