Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2023 20:00 Sigga Beinteins, Raggi „Turner“ og Bryndís Ásmundsdóttir eru stóraðdáendur rokkdrottningarinnar. Vísir/Getty Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum. Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Andlát söngkonunnar hefur valdið sorg á heimsvísu en jafnframt þakklæti fyrir framtak hennar til tónlistarinnar. Við náðum tali af nokkrum dyggustu unnendum hennar hérlendis. Tónlist hennar hafi bjargað lífi hans Ragnar Erling Hermannsson, oft nefndur Raggi Turner, er líklega einn mesti aðdáandi rokkstjörnunnar á landinu. Fyrir um átta árum fékk hann sér stærðarinnar húðflúr af andliti hennar á upphandlegg sinn. Hann segir andlát Tinu Turner ekki hafa komið sér á óvart, hún hafi verið orðin mjög veik og átt skilið hvíld eftir annasama og erfiða ævi. „Ég var mjög nálægt því kominn að fara bara upp í flugvél og fljúga til Zürich um daginn,“ segir Ragnar, sem átti sér þá ósk að hitta hana. Tina var búsett í Sviss síðustu þrjátíu ár ævi sinnar. „Við fengum ekki að hittast í þessu lífi en ég fékk að sjá hana tvisvar á tónleikum,“ segir Ragnar. Hann segir tónlist Tinu hafa bjargað lífi sínu oftar en einu sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=oGpFcHTxjZs">watch on YouTube</a> „Hafði eitthvað meira en allir aðrir“ Sigga Beinteins, söngkona, lýsir Turner sem mikilli fyrirmynd sinni í tónlistinni. Sjálf sá Sigga Tinu þrisvar koma fram á tónleikum. „Hún heltók salinn frá upphafi til enda,“ segir hún um framkomu Tinu á tónleikunum. Hún segir frá því þegar hún stóð svo nálægt sviðinu á tónleikum Tinu að henni fannst hún geta snert hana. „Maður gargaði bara eins og hálfviti.“ Sigga fer fögrum orðum um rokkstjörnuna. „Þessi kona var gjörsamlega mögnuð og ótrúleg.“ Hún segir Tinu hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég veit ekki hvort það komi einhvern tímann kona með þennan presens,“ segir Sigga. „Hún fellur í flokk með Elvis og Michael Jackson og Whitney Houston og svona fólki. Þetta er bara fólk sem hafði eitthvað meira en allir aðrir.“ Mikil baráttukona sem gafst aldrei upp Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur oft verið nefnd hin íslenska Tina Turner. Hún hefur í tvo áratugi komið fram á hinum ýmsu tónleikum og flutt lög söngkonunnar. Hún segir Tinu hafa veitt sér mikinn innblástur sem listamaður, sem og í lífinu og segir hana mikla baráttukonu og Valkyrju sem gafst aldrei upp. „Hvað varðar Tinu þá hefur hún ekki bara hjálpað mér í gegnum tónlist heldur líka sem baráttumanneskja,“ segir Bryndís. Hún vekur athygli á að þann 24. júní næstkomandi mun hún heiðra minningu rokkdrottningarinnar á Græna hattinum.
Tónlist Andlát Tengdar fréttir Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39 Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23 Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. 24. maí 2023 18:39
Sonur Tinu Turner fannst látinn Elsti sonur bandarísku söngkonunnar Tinu Turner, Craig Raymond Turner, fannst látinn á heimili sínu í gær. 4. júlí 2018 08:23
Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Ragnar Erling var lagður í einelti, fór í fíkniefnaneyslu og var handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni en gat alltaf snúið sér til söngkonunnar. 29. ágúst 2015 19:38
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist