„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2023 13:20 Ron DeSantis hefur loks staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til forseta. AP/Robert F. Bukaty Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira