Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2023 23:45 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a> Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Viðburðurinn mun fara fram á samfélagsmiðlinum á hinu svokallaða „Twitter Spaces“ svæði á miðlinum á morgun, klukkan 18:00 að bandarískum tíma eða 22:00 að íslenskum. Í umfjöllun CNN kemur fram að ákvörðun ríkisstjórans um að tilkynna framboðið ásamt Musk undirstriki tilraunir hans til að hafa hægrisinnaða samfélagsmiðlanotendur miðilsins af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fastlega hefur verið gert ráð fyrir því að þeir Trump og DeSantis muni berast á banaspjót í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar þar vestanhafs 2024. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvalinu en hann hefur beðið átekta þar til nú. Í umfjöllun CNN kemur fram að DeSantis hafi löngum verið talinn helsta fyrirstaða þess að Trump beri sigur úr býtum í forvalinu. Fylgi ríkisstjórans hjá væntanlegum kjósendum og bakhjörlum Repúblikanaflokksins hefur hins vegar að sögn bandaríska miðilsins verið á niðurleið að undanförnu. Fyrrverandi forsetinn hefur æ oftar beint spjótum sínum að ríkisstjóranum á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Enginn Trump á Twitter Þar hefur Trump setið sem fastast allt síðan hann var rekinn af Twitter árið 2021. Eftir að Elon Musk eignaðist Twitter opnaði hann aftur fyrir aðgang fyrrverandi forsetans, sem sýnt hefur því litla athygli að byrja þar aftur og er sviðið því autt á miðlinum fyrir DeSantis til að ná til hægrisinnaðra notenda miðilsins. Á fundi með fjárhagslegum bakhjörlum sínum í síðustu viku sagði DeSantis að hann væri sá eini sem gæti haft forsetastólinn af Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Ólíklegt væri, miðað við gögn í lykilríkjum, að kjósendur myndu skipta um skoðun á Donald Trump, Bandaríkjaforseta. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Horfa má á umfjöllun ABC fréttastofunnar um málið hér fyrir neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=C9UQvXL8KgQ">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira