„Í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 23. maí 2023 18:48 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, hóf umræðu um styttingu vinnuvikunnar á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur í verkefni ríkisins um styttingu vinnuvikunnar. Margir þættir séu óljósir og undirbúningstíminn hafi verið knappur. Í raun hafi verkefninu verið komið í hendur annarra og þeim sagt að „redda þessu.“ Skýrsla KPMG um verkefnið, sem gefin var út í nóvember í fyrra fyrir tilstilli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mat stöðuna á verkefninu Betri vinnutími. Um er að ræða samkomulag um útfærslu vinnutíma í kjarasamningum stjórnvalda og stéttarfélaga með möguleika á mismunandi styttingu vinnuvikunnar. „Af skýrslunni er ljóst að upplýsingar um ýmsa mikilvægi þætti eru enn óljósar hvað varðar afrakstur í kjölfar betri vinnutíma,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í upphafi umræðu um verkefnið á Alþingi í dag. Illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur sökum þess að engar kröfur hafi verið gerðar til stjórnenda og stofnana. Eftirfylgni eða nánari rýni hafi verið engin af hálfu ráðuneytanna að sögn Ingibjargar. „Ekki var lögð áhersla á að taka núllpunkt eða greina stöðuna í upphafi styttingarinnar svo hægt væri að greina afköst og gæði starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig. Því eru ansi margir þættir hér óljósir.“ Ingibjörg segir flestar stofnanir ríkisins hafa tekið þá ákvörðun að fara í hámark styttingar vinnuvikunnar. Það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum. Forræði yfir verkefninu og hlutverk aðila hafi heilt yfir verið óljóst og undirbúningstíminn hafi verið lítill. „Það var í höndum hverrar stofnunar fyrir sig, stjórnenda þeirra og starfsmanna, að ákveða hvernig fyrirkomulagið væri. Í raun var það viðamikla verkefni að takast á við þær breytingar sem fólust í innleiðingunni fljótt komið í annarra manna hendur og í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu.“ Hvetur þingmenn til að skoða skýrsluna Ingibjörg segir að það sé skýrt að mörgum spurningum sé ósvarað. Stytting vinnuvikunnar hafi leitt til jákvæðrar þróunar á starfsánægju, það skipti máli, en nauðsynlegt sé að fá haldbærar upplýsingar um þróun annarra markmiða verkefnisins. Ingibjörg segir að mörgum spurningum um verkefnið sé enn ósvarað.Aðsend Hún spyr að lokum Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvernig verkefnið hafi gengið að hans mati „með tilliti til þeirra markmiða sem sett voru í upphafi samninga og innleiðingar.“ Bjarni tekur þá til máls og byrjar á því að hvetja alla þingmenn til að skoða skýrsluna sem um ræðir. Þar komi fram mun meiri upplýsingar en hægt sé að veita í ræðunni. Skýrsluna má finna í viðhengi neðst í fréttinni. „Eins og fram hefur komið þá sýnir skýrslan almenna ánægju starfsfólks og að launakostnaður hafi hvorki hækkað né yfirvinna aukist vegna breytinganna. Út af fyrir sig eru það mjög jákvæð tíðindi og í samræmi við það sem upp var lagt með. Hins vegar kemur einnig fram að þrátt fyrir að stofnanir hafi verið hvattar til að fara hægt í sakirnar þá fóru 77% þeirra nokkurn veginn samstundis í hámarksstyttingu.“ Áhyggjuefni að ekki hafi verið hægt að mæla árangurinn Bjarni segir að það hafi verið ljóst frá upphafi að ráðuneytin þurftu að vera í samskiptum við undirstofnanir sínar og veita leiðbeiningu. Tilmæli til stofnana hafi farið úr ráðuneytunum en það hafi verið mjög misjafnt hvernig þeim var fylgt eftir. „Það kemur einnig fram í skýrslunni að eftirlit með markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu hafi setið víða eftir.“ Þessi atriði séu áhyggjuefni enda hljóti það að vera grundvallaratriði að hægt sé að mæla árangurinn með áreiðanlegum hætti og fylgja umbótum eftir. Bjarni segir það áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana.Vísir/Arnar Þá segir Bjarni að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sé dæmi um undantekninguna í þessu. Þar virðist styttingin hafa verið gerð „nákvæmlega eins og til var sáð.“ Sömuleiðis hafi verið hægt að fylgjast með jákvæðri þróun þar vegna innleiðingar á styttingunni. Bjarni segir að sömuleiðis sé það ákveðið áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana. Það hafi verið skýrt frá upphafi að þessar breytingar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að bitna á þjónustu við almenning. „Svona hlutir gerast aldrei í tómarúmi,“ segir Bjarni svo og bendir á að stafrænni þjónustu ríkisins hafi fleygt gríðarlega fram á undanförnum árum. Ísland sé komið upp í fjórða sæti í alþjóðlegum mælingum á stafrænni þjónustu, til samanburðar var Ísland í nítjánda sæti árið 2018. Vanti sterkari verkstjórn Bjarni segir niðurstöður skýrslunnar sýna að enn séu til staðar áskoranir og tækifæri til að gera betur. Þar megi nefna hækkun á starfshlutfalli til að fylla upp í mönnunargat, tækifæri til að bæta vinnuskipula og fyrirsjáanleika í starfsemi á kostnað breytilegrar yfirvinnu. Í seinni ræðu sinni um málið segir Bjarni að stærsta áskorunin í hans huga sé ótvírætt skortur á betri gögnum. Það vanti sterkari verkstjórn til að fylgja eftir árangri af verkefninu. Hann segist því hafa skipað hóp með fulltrúum allra ráðuneyta sem beri hver um sig ábyrgð á umbótum í þessum efnum. „Við höfum rætt málið í ríkisstjórn og ætlum að fylgja því fast eftir að það verðu árangur af þessari vinnu ráðuneytanna.“ Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal Alþingi Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Skýrsla KPMG um verkefnið, sem gefin var út í nóvember í fyrra fyrir tilstilli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mat stöðuna á verkefninu Betri vinnutími. Um er að ræða samkomulag um útfærslu vinnutíma í kjarasamningum stjórnvalda og stéttarfélaga með möguleika á mismunandi styttingu vinnuvikunnar. „Af skýrslunni er ljóst að upplýsingar um ýmsa mikilvægi þætti eru enn óljósar hvað varðar afrakstur í kjölfar betri vinnutíma,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í upphafi umræðu um verkefnið á Alþingi í dag. Illa hafi gengið að greina mælanlegan árangur sökum þess að engar kröfur hafi verið gerðar til stjórnenda og stofnana. Eftirfylgni eða nánari rýni hafi verið engin af hálfu ráðuneytanna að sögn Ingibjargar. „Ekki var lögð áhersla á að taka núllpunkt eða greina stöðuna í upphafi styttingarinnar svo hægt væri að greina afköst og gæði starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig. Því eru ansi margir þættir hér óljósir.“ Ingibjörg segir flestar stofnanir ríkisins hafa tekið þá ákvörðun að fara í hámark styttingar vinnuvikunnar. Það hafi verið gert þvert gegn ráðleggingum. Forræði yfir verkefninu og hlutverk aðila hafi heilt yfir verið óljóst og undirbúningstíminn hafi verið lítill. „Það var í höndum hverrar stofnunar fyrir sig, stjórnenda þeirra og starfsmanna, að ákveða hvernig fyrirkomulagið væri. Í raun var það viðamikla verkefni að takast á við þær breytingar sem fólust í innleiðingunni fljótt komið í annarra manna hendur og í rauninni bara sagt: Gjörið svo vel, reddið þessu.“ Hvetur þingmenn til að skoða skýrsluna Ingibjörg segir að það sé skýrt að mörgum spurningum sé ósvarað. Stytting vinnuvikunnar hafi leitt til jákvæðrar þróunar á starfsánægju, það skipti máli, en nauðsynlegt sé að fá haldbærar upplýsingar um þróun annarra markmiða verkefnisins. Ingibjörg segir að mörgum spurningum um verkefnið sé enn ósvarað.Aðsend Hún spyr að lokum Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvernig verkefnið hafi gengið að hans mati „með tilliti til þeirra markmiða sem sett voru í upphafi samninga og innleiðingar.“ Bjarni tekur þá til máls og byrjar á því að hvetja alla þingmenn til að skoða skýrsluna sem um ræðir. Þar komi fram mun meiri upplýsingar en hægt sé að veita í ræðunni. Skýrsluna má finna í viðhengi neðst í fréttinni. „Eins og fram hefur komið þá sýnir skýrslan almenna ánægju starfsfólks og að launakostnaður hafi hvorki hækkað né yfirvinna aukist vegna breytinganna. Út af fyrir sig eru það mjög jákvæð tíðindi og í samræmi við það sem upp var lagt með. Hins vegar kemur einnig fram að þrátt fyrir að stofnanir hafi verið hvattar til að fara hægt í sakirnar þá fóru 77% þeirra nokkurn veginn samstundis í hámarksstyttingu.“ Áhyggjuefni að ekki hafi verið hægt að mæla árangurinn Bjarni segir að það hafi verið ljóst frá upphafi að ráðuneytin þurftu að vera í samskiptum við undirstofnanir sínar og veita leiðbeiningu. Tilmæli til stofnana hafi farið úr ráðuneytunum en það hafi verið mjög misjafnt hvernig þeim var fylgt eftir. „Það kemur einnig fram í skýrslunni að eftirlit með markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu hafi setið víða eftir.“ Þessi atriði séu áhyggjuefni enda hljóti það að vera grundvallaratriði að hægt sé að mæla árangurinn með áreiðanlegum hætti og fylgja umbótum eftir. Bjarni segir það áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana.Vísir/Arnar Þá segir Bjarni að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sé dæmi um undantekninguna í þessu. Þar virðist styttingin hafa verið gerð „nákvæmlega eins og til var sáð.“ Sömuleiðis hafi verið hægt að fylgjast með jákvæðri þróun þar vegna innleiðingar á styttingunni. Bjarni segir að sömuleiðis sé það ákveðið áhyggjuefni að sjá megi óljósar vísbendingar um að dregið hafi úr ánægju með þjónustu stofnana. Það hafi verið skýrt frá upphafi að þessar breytingar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að bitna á þjónustu við almenning. „Svona hlutir gerast aldrei í tómarúmi,“ segir Bjarni svo og bendir á að stafrænni þjónustu ríkisins hafi fleygt gríðarlega fram á undanförnum árum. Ísland sé komið upp í fjórða sæti í alþjóðlegum mælingum á stafrænni þjónustu, til samanburðar var Ísland í nítjánda sæti árið 2018. Vanti sterkari verkstjórn Bjarni segir niðurstöður skýrslunnar sýna að enn séu til staðar áskoranir og tækifæri til að gera betur. Þar megi nefna hækkun á starfshlutfalli til að fylla upp í mönnunargat, tækifæri til að bæta vinnuskipula og fyrirsjáanleika í starfsemi á kostnað breytilegrar yfirvinnu. Í seinni ræðu sinni um málið segir Bjarni að stærsta áskorunin í hans huga sé ótvírætt skortur á betri gögnum. Það vanti sterkari verkstjórn til að fylgja eftir árangri af verkefninu. Hann segist því hafa skipað hóp með fulltrúum allra ráðuneyta sem beri hver um sig ábyrgð á umbótum í þessum efnum. „Við höfum rætt málið í ríkisstjórn og ætlum að fylgja því fast eftir að það verðu árangur af þessari vinnu ráðuneytanna.“ Tengd skjöl Skýrsla_KPMGPDF1.1MBSækja skjal
Alþingi Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira