Íbúasamráð um breytt deiliskipulag! Bragi Bjarnason skrifar 17. maí 2023 23:00 Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar