Íbúasamráð um breytt deiliskipulag! Bragi Bjarnason skrifar 17. maí 2023 23:00 Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun