Hin þýska Kallmaier gekk í raðir Vals frá ÍBV fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hafði byrjað fyrstu fjóra leiki félagsins í Bestu deildinni. Kallmaier var á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Stjörnunni en meiddist þegar tíu mínútur lifðu leiks.
Var hún tekin af velli skömmu síðar og nú hefur Fótbolti.net greint frá því að líklega sé um slitið krossband að ræða. Einnig er talið að Hanna hafi slitið liðband í hnénu.
Hanna gekk í raðir ÍBV árið 2020 og lék alls 62 leiki í öllum keppnum fyrir Eyjakonur. Hún hafði spilað 10 leiki fyrir Val í öllum keppnum en það virðist sem þeir verði ekki fleiri i bili.
Valur hefur hikstað í upphafi móts og er í 4. sæti með 7 stig að loknum 4 umferðum.