„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 13:16 Edgar Rinkēvič er utanríkisráðherra Lettlands, en Lettar taka við formennsku í Evrópuráðinu í lok fundarins í dag. Stöð 2 Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð. Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafa þeir tryggt sjálfstæði sitt. Kænugarður hefur ekki fallið, ríkisstjórnin er starfandi, herinn er starfandi og berst. Úkraínski herinn er svo að frelsa úkraínsk landsvæði. Rússland er veikt og Úkraína er sterk. Þeir hafa þegar unnið.“ Þetta sagði Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir hádegi í dag, en utanríkisráðherrann er staddur hér á landi í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Lettar munu taka við formennsku í Evrópuráðinu af Íslendingum í lok fundarins. Ráðherrann segir að það muni taka tíma að ná öllu því úkraínska landsvæði, sem Rússar hafi lagt undir sig, aftur úr höndum Rússa. „Það verður erfitt en ég er sannfærður þar sem ég hef heimsótt Úkraínu og séð að úkraínskir menn og konur munu nú, sem áður, gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna stríðið.“ Eigi skilið að verða fullgildir NATO-aðilar Rinkēvič segist vera á þeirri skoðun að Úkraína eigi skilið að verða fullgildur aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Það muni þó ekki gerast á leiðtogafundinum sem fyrirhugaður er í litháísku höfuðborginni Vilníus í júlí, en ráðherrann segir nauðsynlegt að þar verði lagður fram vegvísir að því hvernig Úkraína geti gerst fullgildur aðili. Sjá má viðtalið í heild sinni við Rinkēvič í spilarnum að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lettland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira