Holmes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 10:49 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, í réttarsal í San José í Kaliforníu í október. AP/Jeff Chiu Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur. Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15