Hugsanavillan við hvalveiðar Sigmar Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun