Bein útsending frá Króknum hófst nú síðdegis og hefur Sigurður Orri Kristjánsson verið að taka púlsinn á gestum og gangandi, og ljóst að stuðið er mikið.
Heimamenn viðurkenna að almennt hafi fólki lítið orðið úr verki í vinnunni í dag enda dagurinn algjörlega snúist um viðureign Tindastóls og Vals. Fána Tindastóls má sjá blakta við hún víða um Sauðárkrók í dag.
Lokun Holtavörðuheiðar olli svolítill óvissu en nú eru leikmenn, dómarar, stuðningsmenn og sjálfur Íslandsmeistarabikarinn allir ýmist mættir eða því sem næst, og ljóst að leikurinn getur hafist klukkan 19.15 eins og til stóð.
Beina útsendingu úr Skagafirðinum má heyra á X-inu 977, í spilaranum hér að ofan eða með því að smella hér.
Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.30.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.