Lítil söfn geta haft mikil áhrif Ester Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2023 14:31 Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Söfn Strandabyggð Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þann 18. maí næstkomandi er Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur og yfirskriftin þetta árið er: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Söfn um land allt nýta þess vegna tækifærið til að velta fyrir sér þemanu og skoða hvort þau séu að gera gagn á þessu sviðum. Norður í Steingrímsfirði er lítil sjálfeignarstofnun, Sauðfjársetur á Ströndum, viðurkennt safn og menningarmiðstöð í héraðinu. Aðstandendur eru stoltir af safninu sínu og telja að gildi þess fyrir samfélagið, mannlíf og menningu sé langt umfram það sem búast mætti við, sérstaklega miðað við veltu og starfsmannahald. Sauðfjársetrið hefur allt frá stofnun fyrir rúmum 20 árum staðið fyrir fjölda menningarverkefna á svæðinu, auk þess að vera mikilvægur viðburðahaldari. Það flytur inn á svæðið fjölda lista- og fræðifólks á landsvísu á hverju ári, bæði í tengslum við Náttúrubarnahátíðina, en líka í tengslum við aðra viðburði og rannsóknir. Um leið er kappkostað við að byggja á mannauði í héraðinu og heimafólk tekur virkan þátt í verkefnum. Safnið leggur áherslu á að starfa með ungu lista- og fræðafólki á og frá svæðinu, einkum á sviði myndlistar, hönnunar, kvikmyndagerðar og þjóðfræðirannsókna. Verkefnin eru bæði stór og smá. Yfir veturinn hittast um það bil 30 íbúar reglulega til að spila félagsvist í safninu og svipaður fjöldi kemur stundum á sögustund, bókakynningu eða í sunnudagskaffi. Stundum er húsið troðfullt þegar tekið er á móti sirkus eða öðru listafólki, innlendu og erlendu, stundum eru málþing, ráðstefnur, tónleikar eða leikhús á Sauðfjársetrinu eða haldin veisla. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á vellíðan íbúa, öflugt félagslíf og menningarstarf á svæðinu verður ekki metið til fjár. Einnig hefur verið verið unnið í verkefnum tengdum umhverfisvernd og sjálfbærni og þar ber hæst rekstur Náttúrubarnaskólans sem er viðamikið hliðarverkefni við safnið. Hápunkturinn í því starfi er Náttúrubarnahátíð sem er haldin eina helgi á sumri, næsta hátíð verður 14.-16. júlí. Þar er kynngimögnuð dagskrá alla helgina, listafólk og sagnamenn mætir á svæðið og alls konar snillingar halda smiðjur fyrir fjölskyldufólkið sem mætir á hátíðina. Þemað í þessum verkefnum er náttúrutúlkun og fræðsla, fléttuð saman við menningararf og skemmtun. Hátíðin er aðgengileg öllum og aðgangur er ókeypis þessa daga, öll geta tekið þátt á sínum forsendum. Þarna læra gestir fjölmargt fróðlegt um sambúð fólks og náttúru. Unnið er með skólum á svæðinu að fleiri verkefnum og tekið á móti nemendum í safnfræðslu í tengslum við sérsýningar og Náttúrubarnaskólann. Unnið er með Leikfélagi Hólmavíkur að uppsetningum leiksýninga og síðustu árin hefur Sauðfjársetrið breyst í leikhús tvo mánuði á ári. Samfélagslegur ávinningur af starfseminni er því augljós, auk jákvæðra áhrifa á ímynd svæðisins og sjálfsmynd íbúanna. Það er líka beinlínis markmið Sauðfjársetursins að hafa sem allra mest jákvæð áhrif í því samfélagi sem það starfar í, bæði á mannlíf og menningu, en einnig jákvæð margfeldisáhrif fyrir atvinnulíf. Tengslin við heimafólk og nærsamfélag eru því sterk. Söfn sinna fjölbreyttum verkefnum, taka þátt í margvíslegu samstarfi og standa fyrir menningarviðburðum sem skipta máli fyrir samfélagið. Söfn um allt land, stór og smá, geta haft mikil áhrif á nærsamfélag sitt. Þau auka vellíðan og stuðla að fjölbreyttu mannlífi og geta vakið okkur til umhugsunar um sjálfbærni. Við óskum öllum innilega til hamingju með safnadaginn! Höfundur er Ester Sigfúsdóttir, forstöðukona Sauðfjárseturs á Ströndum
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun