Björn Berg: „Góð fyrirheit fyrir komandi átök“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. maí 2023 17:01 Björn Berg Bryde var talsvert sáttari eftir leik dagsins en hann var hér á þessari mynd. Vísir/Hulda Margrét Björn Berg Bryde skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í 4-0 sigri gegn ÍBV á Samsung vellinum í Garðabæ í dag. Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Stjarnan hafði byrjað mótið illa og sátu fyrir þennan leik í næstneðsta sæti deildarinnar. Ágústi Gylfasyni var sagt upp störfum sínum sem aðalþjálfari liðsins fyrr í vikunni og aðstoðarmaður hans, Jökull Elísabetarson, tók við starfinu. „Menn eru bara búnir að vera gríðarlega samstilltir eftir þessi vistaskipti hjá þjálfurunum og bara staðráðnir í að snúa bökum saman, gera þetta saman og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við erum tilbúnir að fórna okkur fyrir hvorn annan og unnum bara mjög flottan sigur.“ Stjarnan kom af miklum krafti inn í þennan leik og var búið að taka forystuna eftir aðeins 6 mínútur. En liðið hefur hlotið töluverða gagnrýni á þessu tímabili fyrir að sýna litla ákefð og grimmd. „Já, markmiðið er að hækka orkustigið. Það var sérstaklega kannski í Fram leiknum, við vorum rosalega ólíkir sjálfum okkur og orkustigið mjög lágt, sem er ólíkt þessu Stjörnuliði. Þannig að við settum metnað í að hækka orkustigið og ákefðina og byrja frá fyrstu mínútu. Það tókst vel í dag og við náðum inn marki snemma.“ Markið kom eftir hornspyrnu frá Guðmundi Baldvin Nökkvasyni, hár svifbolti inn á teiginn þar sem Björn stóð einn og óvaldaður og skallaði boltann í netið. „Eyjamennirnir eru í svæðisvörn þannig að ég var ekki dekkaður í fyrsta horninu en svo fljótlega í öðru horninu var einhver kominn á mig. En gaman að geta hjálpað liðinu“ Þetta var annar sigur Stjörnunnar og fyrsta skipti sem liðið heldur markinu hreinu í Bestu deildinni í sumar „Það er rosalega gott, sérstaklega sem varnarmaður, að halda lakinu hreinu og það gefur okkur helling frá fremsta til aftasta manns. Þetta gefur góð fyrirheit vonandi fyrir komandi átök.“ Komandi átök Stjörnunnar eru gegn nýliðum Fylkis. Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ mánudaginn 22. maí, klukkan 19:15.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan – ÍBV 4-0 | Stjarnan gekk frá Eyjamönnum í seinni hálfleik Stjarnan vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti ÍBV í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Stjörnumenn mættu með breytt þjálfarateymi til leiks eftir að Ágúst Gylfason var látinn fara nýverið, en Garðabæjarliðið gekk frá Eyjamönnum eftir hálfleikshléið. 13. maí 2023 16:01