Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2023 18:53 Eitt hrossanna var að sögn bóndans með hófsperru og því þarf að aflífa það. Hin segir hann að séu í góðu haldi en Steinunn fellst ekki á þau svör. Steinunn Árnadóttir Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira