Ásett verð fyrir húsið voru 350 milljónir og var teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1990. Húsið er afar vandað með gegnheilu parketi og Versace flísum á gólfum. Ellefu herbergi eru í húsinu sem er á tveimur hæðum. Smartland greinir frá.

Hjónin sem giftu sig á Ítalíu í fyrrasumar söðla því um af Sunnuveginum í Laugardalnum og yfir á Seltjarnarnesið. Edda var áður búsett á Seltjarnarnesi með fyrrverandi eiginmanni sínum og heldur því aftur á kunnuglegar slóðir. Börn hennar úr fyrra sambandi þekkja því vel til á Nesinu auk þess sem Ragnheiður dóttir Ríkharðs spilar í sumar knattspyrnu með nágrönnunum í KR.


Vísir greindi frá því þegar hjónin settu einbýlishús sitt við Sunnuveg í Laugardalnum á sölu í desember á síðasta ári. Sú eign var um 280 fermetra að stærð með fjórum herbergjum, og ætti því nú að vera nóg pláss fyrir Eddu, Rikka og börnin fjögur á nýju og glæsilegu heimili.

Telja má líklegt að Edda og Rikki reyni að komast að í golfklúbbnum á Seltjarnarnesi eins fljótt og auðið er. Þau spila mikið golf saman en biðlistinn á Nesinu er þó þekktur fyrir að vera langur.

Edda og Ríkharð gengu í það heilaga við fallega athöfn á Ítalíu árið 2022 eftir að hafa trúlofað sig eftirminnilega árið 2018, í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga í Verona á Ítalíu. Fyrst var greint frá sambandi þeirra í maí 2017.