Auglýsing sem breytti öllu til hins betra fyrir mæðginin Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 16:43 Harpa Maren Jónsdóttir segir hjálpina frá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar hafa hjálpað sér mikið. Skjáskot Einstæð móðir sem var ómenntuð þegar hún eignaðist son sinn segir Mæðrastyrksnefnd hafa hjálpað sér gríðarlega. Hún sótti um að fá hjálp frá Menntunarsjóði nefndarinnar og segir það hafa breytt heilmiklu í lífi þeirra mæðgina. Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“ Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira