Uppsagnir í Árborg „niðurlægjandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 09:52 Halldóra Sveinsdóttir er formaður stéttarfélagsins Bárunnar. Fimmtíu og sjö starfsmönnum Árborgar var sagt upp í apríl. Vísir Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir. Þetta segir í yfirlýsingu frá stéttarfélögunum tveimur. Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp 18. apríl síðastliðinn og voru uppsagnirnar fyrsti liðurinn í aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Stéttarfélög þessara starfsmanna segja nú að uppsagnirnar hafi verið „ískaldar.“ Misjafnlega hafi verið staðið að þeim. „Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður,“ segir í yfirlýsingu frá Báru, stéttarfélagi og Foss, stéttarfélagi í almannaþjónustu. „Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.“ Segja Árborg beina spjótum að fólki með lægstu launin Stéttarfélögin mótmæla framkvæmdinni og segja íbúum hafa verið mjög brugðið og ekki sé séð fyrir endann á því hve margir muni missa vinnuna. „Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á konum, lágtekjuhópum, þjónustuþegum og þjónustu almennt.“ Þau segja þetta kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa. „Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka.“ Árborg Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51 Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25 Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá stéttarfélögunum tveimur. Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp 18. apríl síðastliðinn og voru uppsagnirnar fyrsti liðurinn í aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Stéttarfélög þessara starfsmanna segja nú að uppsagnirnar hafi verið „ískaldar.“ Misjafnlega hafi verið staðið að þeim. „Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður,“ segir í yfirlýsingu frá Báru, stéttarfélagi og Foss, stéttarfélagi í almannaþjónustu. „Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.“ Segja Árborg beina spjótum að fólki með lægstu launin Stéttarfélögin mótmæla framkvæmdinni og segja íbúum hafa verið mjög brugðið og ekki sé séð fyrir endann á því hve margir muni missa vinnuna. „Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á konum, lágtekjuhópum, þjónustuþegum og þjónustu almennt.“ Þau segja þetta kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa. „Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka.“
Árborg Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51 Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25 Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51
Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25
Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01