Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 20:54 Fjöldamorðin í Serbíu í vikunni hafa skekið serbnesku þjóðina. AP Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25