Aftur á topp lista Benedikta Svavarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigfinnur Mikaelsson skrifa 7. maí 2023 17:30 Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Magnús Guðmundsson Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar