HönnunarMars stendur nú sem hæst og óhætt að segja að miðborgin iði af lífi. Viðburðir eru út um allan miðbæinn og en hátíðinni lýkur á sunnudag.
Á tískusýningunni gefst gestum og áhorfendum á Vísi tækifæri á að sjá tvö íslensk hönnunarmerki á einni kvöldstund. Sýningin hefst klukkan 20 og verður henni streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi. Opnað verður með fordrykk og tónlist klukkan 19.30.