Stóraukinn stuðningur við ungt fólk í viðkvæmri stöðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. maí 2023 15:00 Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Geðheilbrigði Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lífið getur verið flókið og það getur stundum verið erfitt að fóta sig, sérstaklega meðan við erum ung. Við getum auðveldlega hrasað á þessari vegferð sem lífið er. Við sem samfélag verðum að aðstoða ungt fólk aftur á fætur sem lendir í viðkvæmri stöðu, til dæmis vegna andlegra veikinda, og eru ekki virkir þátttakendur í samfélaginu. Það þarf að bjóða upp á úrræði sem hjálpa þeim að komast aftur af stað. Fyrirbyggjum ótímabært brotthvarf af vinnumarkaði Það var einkar ánægjulegt að undirrita í vikunni, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar og VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, samkomulag um stóraukinn stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Markmiðið með samkomulaginu er að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði, auk þess að auka samfélagslega virkni ungmenna sem eru ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun. Öll viljum við hafa tilgang og hlutverk í daglegu lífi og vinnan er stór partur af því að tilheyra stærri heild. Ég legg áherslu á í störfum mínum, að við séum eitt samfélag þar sem við eigum öll greiðan aðgang burtséð frá tímabundnum eða langvarandi hindrunum. Endurhæfing sem skilar árangri Við ætlum að verja meira en 450 milljónum króna til þessa verkefnis yfir þriggja ára tímabil. Notuð verður aðferðafræði sem byggir á einstaklingsmiðaðri ráðgjöf til að finna störf á almennum vinnumarkaði og styðja við fólk eftir að það fær vinnu. Aðferðin heitir á ensku Individual placement and support en það er gagnreynd starfsendurhæfing sem skilað hefur framúrskarandi árangri hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er sú að hægt sé að finna störf fyrir öll þau sem vilja vinna óháð hindrunum, svo sem af geðrænum eða félagslegum toga. Við erum öll með Samkvæmt samkomulaginu munu Vinnumálastofnun og VIRK auka þjónustu sína sérstaklega með það að markmiði að fjölga þeim sem geti orðið virk á vinnumarkaði. Sérstök áhersla verður á þjónustu við unga einstaklinga sem glíma við margvíslegar geðrænar áskoranir. Vinnumálastofnun mun meðal annars ráða tíu ráðgjafa til að aðstoða ungt fólk við að fá störf. VIRK mun í þessu samstarfi efla enn frekar þjónustu sína á þessu sviði með fjölgun ráðgjafa, þar á meðal fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í starfsendurhæfingu hjá VIRK hingað til. Samtök atvinnulífsins munu skuldbinda sig til þess að liðsinna VIRK og Vinnumálastofnun við að finna störf fyrir ungt fólk og er ákaflega ánægjulegt að geta haft samstarfið svona sterkt og breitt. Þjónusta ekki þröskuldar Verkefnið er hluti af heildarendurskoðun á málefnum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem ég hef unnið að á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með mismikla starfsorku. Við gerum það með nýrri hugsun þar sem fólk mætir þjónustu en ekki þröskuldum, og þjónustan miðar að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum. Þetta verkefni er hluti af þeirri vegferð en þegar höfum við hækkað frítekjumark atvinnutekna öryrkja- og endurhæfingalífeyrisþega sem og lengt í tímabilinu sem fólk hefur til endurhæfingar. Framundan eru svo enn frekari breytingar sem ég hlakka til að kynna og hrinda í framkvæmd á komandi misserum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun