10 ár Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 3. maí 2023 17:01 Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar